Aðdragandi og nauðsyn

Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku í byggingar- og mannvirkjagerð enda marmið hennar að áætla endanlegan heildarkostnað verkefnis. Áætlunin er einnig grundvöllur ákvörðunar um hvort eigi að ráðast í verkefni eða ekki. Kostnaðaráætlun verður hins vegar aldrei betri en upplýsingarnar sem hún byggir á, þ.e. hversu vel umfang verkefnis hefur verið skilgreint þegar áætlunin er gerð. Hér á landi hafa þessi vinnubrögð við útfærslu kostnaðaráætlana ekki verið samræmd og á það við hvort sem um er að ræða almenna markaðinn eða opinbera verkkaupa.

Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana. Félögin tóku höndum saman og settu saman verkefnahóp sem sammældist um ágæti þess að þýða og staðfæra fyrir íslenskar aðstæður viðmið og staðla frá American Association of Cost Engineers (AACE). Afurð þeirrar vinnu má nálgast hér auk þess sem nánari lýsing á aðdraganda verkefnisins og markmiðum þess má nálgast hér.

Vonir félaganna þriggja og félagsmanna þeirra standa til þess að þau gögn sem nálgast má á þessari vefsíðu verði útbreidd á meðal markaðarins og þeir aðilar sem standi að baki gerð kostnaðaráætlana sjái hag sinn í því að nýta þau við gerð slíkra áætlana. Það er trú félaganna að með góðri útbreiðslu og notkun þessara gagna megi upphefja gæði og rekjanleika kostnaðaráætlana sem mun tryggja samræmdan skilning aðila og um leið tryggja trausts og bætt samskipti allra aðila sem að verklegum framkvæmdum koma.

Markmið

Sameiginlegur skilningur

Skapa sameiginlegan skilning á markaðnum, hugtökum og orðskýringum sem notast er við þegar kemur að gerð kostnaðaráætlana en það er grundvöllur þess að staðla gerð og skilning á kostnaðaráætlunum á markaðnum.

Búa til viðmið

Búa til viðmið til að meta hversu vel umfang verkefnis er skilgreint með það að leiðarljósi að skapa grundvöll til að meta á hversu góðum upplýsingum kostnaðaráætlun byggir og þá hversu mikil vikmörkin eru á væntum endanlegum kostnaði verkefnis.

Auka rekjanleika á framúrkeyrslu

Auka rekjanleika á framúrkeyrslu þar sem að með stöðluðum skilningi og viðmiðum á því hversu vel umfang verkefnis er skilgreint og stöðluðum aðferðum við gerð kostnaðaráætlana verður einfaldara að rekja uppruna framúrkeyrslu og svara fyrir þær.

Tryggðu gæði kostnaðaráætlunar

Tryggðu gæði kostnaðaráætlunar

Sameiginlegur skilningur, aukinn rekjanleiki og skilgreindar forsendur kostnaðaráætlana tryggja gæði og traust.

Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 08 - 16 alla virka daga